Skráning í
áfangapróf
Áfangapróf í
klassískri tónlist
Áfangapróf í
rytmískri tónlist
Um Prófanefnd
tónlistarskóla
Information
in english

Undirbúningur
áfangaprófs

Um störf
prófdómara

Framkvæmd
áfangaprófs
Einkunnagjöf og
prófskírteini
Prófreglur
Prófþættir í
hljóðfæraprófum
Viðmiðanir fyrir
einkunnagjöf á
hljóðfæraprófum
Tónfræðapróf
Munnleg tónheyrn
Skriflegt próf
Valverkefni

 

Miðpróf í tónfræðagreinum

Við lok miðnáms skulu nemendur þreyta miðpróf, annars vegar í hljóðfæraleik og hins vegar í tónfræðagreinum. Í kafla um áfangapróf í almennum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla, bls. 33-42, er að finna umfjöllun um áfangapróf, þ.m.t. tilgang, almennar prófreglur og einkunnagjöf.

Miðpróf í tónfræðagreinum skal samið á vegum Prófanefndar tónlistarskóla í samræmi við ákvæði námskrár í tónfræðagreinum. Nefndin gefur út viðmiðanir og skýringar við einstaka prófþætti, eftir því sem þurfa þykir. Prófanefnd tónlistarskóla ber ábyrgð á yfirferð skriflegs hluta prófsins og að einkunnagjöf þess hluta sé í samræmi við ákvæði aðalnámskrár tónlistarskóla. Viðkomandi skóli annast mat á valþætti og munnlegum hluta prófsins í samræmi við ákvæði aðalnámskrár tónlistarskóla og leiðbeiningar Prófanefndar.

Verkefni og prófkröfur

Miðpróf í tónfræðagreinum er þrískipt, þ.e. munnlegt próf, skriflegt próf og valverkefni. Skal öllum hlutum prófsins lokið á sama skólaári. Miða skal við að próftími á munnlegu prófi fari ekki fram yfir 10 mínútur á hvern nemanda og skriflegt próf taki ekki lengri tíma en eina og hálfa klukkustund.

Prófþættir á miðprófi eru þessir:

A. Munnlegt próf (20 einingar)
    1. Hryndæmi endurtekið eftir heyrn (5 einingar)
    2. Hryndæmi lesið af blaði (5 einingar)
    3. Laglína endurtekin eftir heyrn (5 einingar)
    4. Laglína lesin af blaði (5 einingar)

B. Skriflegt próf (60 einingar)
    1. Skrifleg tónheyrn (20 einingar)
    2. Hlustun og greining (20 einingar)
    3. Tónfræðileg þekkingaratriði (20 einingar)

C. Valverkefni (20 einingar)

Sjá nánar um skriflegt miðpróf.

 

Síðast breytt 17. febrúar 2008

Sýnispróf fyrir miðpróf í tónfræðagreinum
Munnlegt próf
Skriflegt próf

 

 

 

 

Prófanefnd tónlistarskóla