Skráning í
áfangapróf
Áfangapróf í
klassískri tónlist
Áfangapróf í
rytmískri tónlist
Um Prófanefnd
tónlistarskóla
Information
in english

Helstu verkefni

Skipulagsskrá

Ađild

Ársskýrslur
Úrskurđir
Spurt og svarađ
Tölfrćđilegar
upplýsingar

 

Skýrsla um starfsemi Prófanefndar tónlistarskóla frá október 2002 til loka september 2003

Tildrög ađ stofnun Prófanefndar tónlistarskóla

Undirbúning stofnunar Prófanefndar tónlistarskóla má rekja allt aftur til ársins 2000 en ţađ ár tók til starfa nefnd međ ţátttöku fulltrúa Samtaka tónlistarskólastjóra, Félags tónlistarskólakennara, Félags íslenskra hljómlistarmanna, Sambands íslenskra sveitarfélaga og menntamálaráđuneytisins. Nefndin hafđi ţađ hlutverk ađ finna farveg fyrir nýtt prófakerfi í tónlistarskólum sem uppfyllti kröfur ađalnámskrár tónlistarskóla.

Í samrćmi viđ niđurstöđur nefndarinnar var Prófanefnd tónlistarskóla stofnuđ 27. febrúar 2002. Fjörutíu og sjö tónlistarskólar eru stofnađilar nefndarinnar.

Hlutverk Prófanefndar tónlistarskóla er ađ annast samrćmt og hlutlaust mat á áfangaprófum í tónlistarskólum samkvćmt ţeim kröfum sem gerđar eru í ađalnámskrá tónlistarskóla. Megintilgangur samrćmds prófakerfis ađ tryggja sem kostur er ađ sambćrileg ţekking og fćrni búi ađ baki prófi, án tillits til ţess hvađa skóla, kennara eđa prófdómara um er ađ rćđa. Reglur námskrárinnar miđa einnig ađ ţví ađ treysta hlutverk prófdómara í prófdćmingunni.

Nánar tiltekiđ eru verkefni Prófanefndar eftirfarandi:

 • uppsetning prófdómarakerfis í samrćmi viđ ákvćđi ađalnámskrár og fyrirliggjandi hugmyndir,
 • frágangur reglna/viđmiđana fyrir prófdómara um prófdćminguna,
 • hönnun vitnisburđarblađa/áfangaprófsskírteina,
 • ţjálfun prófdómara, símenntun og handleiđsla,
 • stjórnun og daglegur rekstur prófdómarakerfis,
 • ráđning prófdómara,
 • skipulag áfangaprófa,
 • afgreiđsla kvartana og úrskurđir um kćrur vegna áfangaprófa,
 • varđveisla gagna um niđurstöđur prófa,
 • varđveisla gagna um skipulag prófdćmingar,
 • skýrslugerđ um niđurstöđur áfangaprófa,
 • upplýsingamiđlun til tónlistarskóla og kennara um prófdómarakerfiđ

Skipan Prófanefndar

Samkvćmt skipulagsskrá tilnefna Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök tónlistarskólastjóra hvor sinn fulltrúa í Prófanefndina. Ţá tilnefna Félag tónlistarskólakennara og Félag íslenskra hljómlistarmanna sameiginlega einn nefndarmann. Loks kýs fulltrúaráđ Prófanefndar tvo nefndarmenn. Varamenn skulu skipađir međ sama hćtti. Prófanefnd velur formann og varaformann úr sínum hópi. Kjörtímabil nefndarinnar er fjögur ár.

Í Prófanefnd tónlistarskóla eiga nú sćti:

 • Kristín Stefánsdóttir, formađur, fulltrúi FT og FÍH
 • Robert Faulkner, varaformađur, fulltrúi STS
 • Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga
 • Hafsteinn Guđmundsson, kosinn á stofnfundi
 • Sólveig Anna Jónsdóttir, kosin á stofnfundi.

Varamenn eru:

 • Bragi Michaelsson, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga
 • Helgi Ţ. Svavarsson, fulltrúi STS
 • Sigurđur Flosason, fulltrúi FT og FÍH
 • Árni Harđarson, kosinn á stofnfundi
 • Hildigunnur Halldórsdóttir, kosin á stofnfundi.

Starfsemi nefndarinnar

Frá ţví ađ fyrsti fulltrúaráđsfundur Prófanefndar var haldinn í Hrafnagili í októberbyrjun á síđasta ári hefur nefndin haldiđ áfram undirbúningi ađ fyrstu áfangaprófum í tónlistarskólum. Ţađ verklag var valiđ ađ skipta verkum milli nefndarmanna og nýta netiđ til samskipta. Formađur og varaformađur hafa átt nokkra vinnufundi og símafundi, auk vinnufunda einstakra nefndarmanna. Einn tveggja daga fundur var auk ţess haldinn međ ađal- og varamönnum í Prófanefnd.

Prófanefnd er ljóst ađ ţađ er ekki einfalt ađ tryggja samrćmt og hlutlaust mat á áfangaprófum í hljóđfćraleik en rannsóknir hafa sýnt ađ međ ţví ađ prófdómarar hafi skýr viđmiđ og séu ţjálfađir í notkun ţeirra ţá eykst áreiđanleiki matsins. Ţetta er ţví sú leiđ sem nefndin hefur ákveđiđ ađ fara og hafa meginviđfangsefni á tímabilinu veriđ gerđ handbókar fyrir prófdómara og viđmiđanir fyrir einkunnagjöf á grunn- og miđprófi í hljóđfćraleik og söng. Ţá er hafinn undirbúningur ađ fyrsta námskeiđi fyrir vćntanlega prófdómara.

Ţađ var ćtlun Prófanefndar ađ fyrstu áfangapróf á vegum nefndarinnar yrđu haldin voriđ 2004 og var ţá reiknađ međ öllum áfangaprófunum, ţ.e. grunnprófi, miđprófi og framhaldsprófi í hljóđfćraleik. Nú er ljóst ađ ţessi áform voru ekki ađ öllu leyti raunhćf. Nefndin hefur ţví ákveđiđ ađ stefna ađ fyrstu grunn- og miđprófum í hljóđfćraleik í vor, ţ.e. á tímabilinu mars - maí 2004, en framhaldspróf bíđi til nćsta skólaárs.

Ákveđiđ hefur veriđ ađ halda námskeiđ í prófdćmingu í hljóđfćraleik og einsöng á grunn- og miđprófi fyrstu helgina í febrúar 2004. Ađalleiđbeinandi á námskeiđinu verđur Philip Jenkins, píanóleikari og prófessor viđ Royal Scottish Academy of Music. Hámarksfjöldi ţátttakenda er 35 og verđa ţátttakendur valdir međ tilliti til ţarfa Prófanefndar um fjölda prófdómara í einstökum hljóđfćraflokkum, en eins og kunnugt er miđar ađalnámskrá tónlistarskóla viđ ađ prófdómarar á grunnprófi geti dćmt próf á hvađa hljóđfćri sem er en á miđprófi dćmi prófdómari einungis próf í sínum hljóđfćraflokki. Prófanefnd hefur gengiđ frá auglýsingu um námskeiđiđ sem liggur hér frammi og mun m.a. verđa dreift í alla tónlistarskóla. Í kjölfar námskeiđsins verđa prófdómarar ráđnir til starfa en ţátttaka í námskeiđinu er ekki trygging fyrir ráđningu. Mikilvćgt er ađ hćfir prófdómarar fáist og mun Prófanefnd kappkosta ađ svo verđi.

Ađ undanförnu hefur veriđ unniđ ađ heimasíđu fyrir Prófanefnd og mun hún verđa opnuđ á nćstu dögum. Veffangiđ verđur: www.profanefnd.is og mun tilkynning um opnun síđunnar verđa send í tónlistarskóla. Enda ţótt síđan sé enn ekki komin á netiđ er ekkert ţví til fyrirstöđu ađ kynna uppbyggingu hennar hér. Vonandi mun heimasíđan reynast gagnleg og ţiggur nefndin međ ţökkum ábendingar um efni á síđuna.

Sérstaklega vil ég vekja athygli á drögum ađ viđmiđunum fyrir einkunnagjöf á grunn- og miđprófi sem komiđ hefur veriđ fyrir á heimasíđunni. Óskar Prófanefnd eftir ábendingum varđandi ţessar viđmiđanir fyrir miđjan nóvember nćstkomandi.

Formanni og varaformanni Prófanefndar gafst kostur á ađ kynna störf nefndarinnar á svćđisţingum tónlistarskóla, annars vegar á Selfossi ţar sem saman komu tónlistarkennarar úr nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur, af Reykjanesi, úr Vestmannaeyjum og Suđurlandi, og hins vegar hér í Borgarnesi um síđustu helgi ţar sem tónlistarkennarar af Vesturlandi og Vestfjörđum hittust. Tókust ţessar kynningar vel og sýndu ţátttakendur viđfangsefnum Prófanefndar áhuga.

Fjármál

Reikningsár Prófanefndar tónlistarskóla er frá 1. ágúst til 31. júlí. Á síđasta fulltrúaráđsfundi var samţykkt árstillag ađ upphćđ 100 krónur á hvern nemanda í reglulegu námi, skv. ákvćđum skipulagskrár. Ţá ber ađildarskólum ađ greiđa stofnframlag, 15.000 kr. vegna tónlistarskóla međ fćrri en 200 nemendur og 30.000 kr. vegna skóla međ 200 nemendur eđa fleiri. Prófanefnd hefur enn ekki innheimt ţessi gjöld enda ţótt greiđa ćtti ţau fyrir 15. nóvember á síđasta ári. En nú er ljóst ađ gera verđur bragarbót ţví ekki er lengur hćgt ađ komast hjá útgjöldum vegna Prófanefndar. Ekki verđa lagđir fram endurskođađir reikningar ađ ţessu sinni heldur einungis yfirlit um ógreiddan kostnađ vegna nefndarinnar.

Viđrćđur viđ menntamálaráđuneytiđ hafa átt sér stađ um fjárstuđning til nefndarinnar og nýveriđ var sótt um ţróunarstyrk ađ fjárhćđ 500.000 kr. en svar hefur enn ekki borist. Ţá er gert ráđ fyrir ađ ráđuneytiđ styrki prófdómaranámskeiđ eins og áđur hefur veriđ lofađ og verđur fjárstyrkur vćntanlega hćkkađur eitthvađ frá ţví sem ákveđiđ hafđi veriđ. Síđast en ekki er gert ráđ fyrir ađ Prófanefnd tónlistarskóla og menntamálaráđuneytiđ geri međ sér samstarfssamning og mun vćntanlega verđa gengiđ frá honum í kjölfar afgreiđslu umsókna um ţróunarstyrkinn og fjárstuđning vegna prófdómaranámskeiđsins.

Verkefni framundan

Ljóst er ađ mikiđ starf er framundan hjá Prófanefnd tónlistarskóla á nćstu mánuđum. Ganga ţarf frá viđmiđunum fyrir einkunnagjöf, handbók fyrir prófdómara, halda prófdómaranámskeiđiđ, ráđa prófdómara, endurskođa áćtlanir um kostnađ vegna áfangaprófanna, ljúka gerđ vitnisburđar- og einkunnablađa, skipuleggja framkvćmd prófanna og varđveislu niđurstađna prófanna, svo ţađ helsta sé nefnt. Síđast en ekki síst ţarf ađ kynna ţetta nýja prófakerfi fyrir vćntanlegum notendum.

Lokaorđ

Ţađ er von Prófanefndar tónlistarskóla ađ okkur takist ţađ vandasama verk ađ koma á fót prófakerfi fyrir tónlistarskólana sem standi undir vćntingum og í ţví efni er samstarf viđ fulltrúaráđiđ mikilvćgt á nćstu árum. Vonandi hefur okkur miđađ áleiđis í rétta átt ţegar viđ hittumst ađ ári. Ég vil ađ lokum ţakka samstarfsmönnum í Prófanefndinni, bćđi ađal- og varamönnum einkar gott samstarf á ţessu starfstímabili.

Reykjavík, 3. október 2003

Kristín Stefánsdóttir, formađur

 

 

 

Prófanefnd tónlistarskóla