A L M E N N T   U M   Á F A N G A P R Ó F

Um störf prófdómara

Prófanefnd tónlistarskóla ræður prófdómara til starfa við áfangapróf, annast þjálfun þeirra og hefur eftirlit með störfum þeirra. Prófanefnd ákveður hvaða prófdómara er falið að dæma próf hverju sinni.

Hlutverk prófdómara

Hlutverk prófdómara er að meta frammistöðu nemenda á áfangaprófum. Prófdómari skal gera grein fyrir mati sínu á hverjum þætti prófsins með skriflegri umsögn og tölum, bæði hvað vel var gert og hvað betur hefði mátt fara.

Prófdómari stjórnar prófi en þó ræður nemandi röð verkefna. Prófdómari ákveður hvaða tónstigar og hljómar skulu leiknir í prófinu. Í söngprófum stjórnar prófdómari flutningi söngæfinga og ákveður hvaða æfingar eru fluttar.

Prófdómari stjórnar prófi en þó ræður nemandi röð verkefna. Prófdómari ákveður hvaða tónstigar og hljómar skulu leiknir í prófinu. Í söngprófum stjórnar prófdómari flutningi söngæfinga og ákveður hvaða æfingar eru fluttar.

Þess ber að gæta að prófdómurum er hvorki ætlað að leiðbeina kennurum né nemendum.

Hæfi prófdómara

Reglur um hæfi prófdómara á áfangaprófum í klassískri tónlist og í rytmískri tónlist eru ekki þær sömu:

   Klassísk próf

Í samræmi við aðalnámskrá tónlistarskóla gerir Prófanefnd tónlistarskóla ráð fyrir eftirfarandi fyrirkomulagi prófdæmingar:

Grunnpróf

Sami prófdómari getur dæmt próf á öll hljóðfæri.

Miðpróf

Sami prófdómari dæmir einungis hljóðfæri innan síns hljóðfæraflokks. Hljóðfæraflokkar eru eftirfarandi:

  • Tréblásturshljóðfæri, þ.e. blokkflauta, þverflauta, óbó, klarínetta, fagott og saxófónn.
  • Málmblásturshljóðfæri, þ.e. trompet/kornett, horn, althorn, básúna, barítónhorn og túba.
  • Strokhljóðfæri, þ.e. fiðla, víóla, selló og kontrabassi.
  • Hljómborðshljóðfæri, þ.e. píanó, semball, orgel og harmonika.
  • Rytmísk hljóðfæri, þ.e. öll hljóðfæri sem kennt er á í rytmísku námi.
  • Gítar.
  • Harpa.
  • Einsöngur.
  • Ásláttarhljóðfæri.

Framhaldspróf

Sérfræðingar á viðkomandi hljóðfæri dæma próf.

   Rytmísk próf

Gert er ráð fyrir því að einungis sérþjálfaðir prófdómarar á sviði rytmískrar tónlistar dæmi áfangapróf í rytmískri tónlist. Þessir prófdómarar dæma próf á öll hljóðfæri, jafnt grunnpróf, miðpróf og framhaldspróf. Því er ekki gert ráð fyrir sérhæfingu prófdómara eftir hljóðfærum og námsstigum.

Atriði sem valda vanhæfi prófdómara

Prófdómara er ekki falin prófdæming ef fyrir hendi eru tengsl milli hans og skóla eða próftaka sem eru til þess fallin að draga hlutleysi prófdómara í efa. Þannig er prófdómara ekki falið að dæma próf í skóla eða skólum þar sem hann kennir. Jafnframt er leitast við að prófdómari dæmi ekki próf í sama skóla mörg ár í röð.