T Ó N F R Æ Ð A P R Ó F

Skriflegur hluti miðprófs

Miðpóf í tónfæðagreinum er þrískipt, þ.e. munnlegt tónheyrnarpróf (20%), skriflegt próf (60%) og valverkefni (20%). Hér að neðan er fjallað nánar um skriflegan hluta prófsins, próf- og matsaðferðum lýst eins vel og kostur er, auk þess sem birt er sýniseintak af skriflegu prófi ásamt tóndæmum og fyrirmælum.

Skriflega prófið miðast við þau markmið og áherslur aðalnámskrár tónlistarskóla, Tónfræðagreinar (2005), sem unnt er að ná til með stöðluðum prófum. Það samanstendur af þremur prófþáttum og byggir á skilgreindum lokamarkmiðum miðnáms á bls. 34-39 í námskránni: skriflegri tónheyrn (20%); hlustun, greiningu og sögu (20%); og tónfræðilegum þekkingaratriðum (20%). Til viðmiðunar við undirbúning nemenda skal kennurum bent á fyrrgreindan markmiðskafla, auk þess sem fram kemur hér að neðan. Engin ein kennslubók er lögð til grundvallar samningu prófsins heldur námskráin í tónfræðagreinum í heild sinni.

Skriflega prófið er í einu prófhefti sem dreift verður til nemenda í upphafi prófs.

   Sýnispróf - skriflegt próf
Skriflegt sýnispróf (pdf-skjal, opnast í nýjum glugga)

Hér að neðan er hljóðskrá (mp3-skrár) úr prófinu bútuð í einstök tóndæmi - í hljóðskrá sem leikin er á prófinu eru einnig lesin fyrirmæli til nemenda.

  Dæmi 1a
  Dæmi 1b
  Dæmi 1c
  Dæmi 1d
  Dæmi 1e
  Dæmi 2a
  Dæmi 2b
  Dæmi 2c
  Dæmi 3

Hér að neðan er fyrst gefin heildarsýn yfir prófið með því að lýsa því í hnotskurn, þar á eftir er fjallað nánar um einstaka hluta þess.

Skriflega prófið í hnotskurn

Próftími

1½ klukkustund sem skiptist milli skriflegrar tónheyrnar og þriggja hlustunarverkefna annars vegar, samtals um 50 mín. og tónfræðilegra þekkingaratriða hins vegar, u.þ.b. 40 mín

Fjöldi spurninga

35-45

Form spurninga

Tónskráning með nótum, krossaspurningar og stutt svör við og svara opnum spurningum.

Svartími og fyrirmæli

Fyrstu 20-25 spurningar prófsins eru leiknar af geisladiski ásamt fyrirmæli viðeigandi tóndæmum og hléum á milli þeirra. Hléin nota nemendur til að svara spurningunum. Ljúka verður þessum fyrstu 20-25 spurningum prófsins á þeim 50 mínútum sem tekur að leika diskinn. Þá eiga nemendur eftir um 40 mínútur til að svara þeim 15-20 tónfræðispurningum sem eftir eru. Sumar þeirra eru í nokkrum liðum.

Prófþættir

Áætl. fjöldi  
spurninga
Áætl. fjöldi  
prófatriða
Hundraðshluti
prófs
Skrifleg tónheyrn 10 45-50 20%
Hlustun, greining og saga 12 15-20 20%
Tónfræðileg þekkingaratriði 20 70-90 20%
 

Nánar um skriflega prófið

Áhersla er lögð á að prófa úr öllum meginþáttum tónfræðanáms eins og það er skilgreint í tónfræðanámskránni (bls. 34-39): nótnaritun, hryn, laglínu og tóntegundum, tónbilum, hljómum og tónvef, orðum og táknum, stíl, stefnum og sögu. Prófið er vísvitandi látið spanna vítt svið, án þess að það sé gert óhóflega langt. Með því er reynt að lágmarka áhrif þess að nemendur hafa óhjákvæmilega hlotið nokkuð mismunandi undirbúning fyrir samræmt próf af þessu tagi. Lögð er áhersla á meginatriði eins og kostur er. Einnig er kappkostað að viðfangsefni prófsins séu í samræmi við það sem nemendur þekkja úr tónfræðakennslu, svo sem lausn tónfræðiverkefna, skráningu og greiningu tónlistar.

Í tónfræðanámskránni er mikil áhersla lögð á samþættingu námsþátta og á það að nemendur heyri þá tónlist sem til umfjöllunar er hverju sinni. Þessi áhersla endurspeglast í því að ríflega helmingur prófspurninganna byggjast á hlustunardæmum, sem sum hver eru einnig birt á nótum. Einnig mun prófið endurspegla áherslu námskrár á fjölbreytilega tónlist. Geisladiskur með hlustunardæmunum ásamt fyrirmælum og hléum fylgir prófinu og stýrir að nokkru leyti hraða þess.

Prófspurningarnar skiptast í tvo hluta. Fyrri hlutinn - skrifleg tónheyrn ásamt þremur hlustunarverkefnum - hefur 25-30 fjölvals- og tónskráningarspurningar. Þær eru byggðar á tóndæmum og fyrirmælum sem leikin eru af geisladiski. Á diskinum eru hæfileg hlé milli tóndæma sem nemendur nota til að svara spurningunum. Spurningarnar eru ýmist tónheyrnar- eða tónfræðilegs eðlis, ellegar þær fjalla um hlustun, greiningu og sögu. Síðari hluti prófsins - tónfræðileg þekkingaratriði - byggist á 15-20 bóklegum spurningum án hlustunar, sumar hverjar í nokkrum liðum.

Ítrekað skal að spurningar í tónheyrn og tónfræði verða ekki eingöngu bundnar við þá prófhluta heldur geta þær líka fylgt spurningum í hlustun, greiningu og sögu. Ákveðnir hlutar prófsins eru m.ö.o. samþættir eins og tónfræðanámskráin gerir ráð fyrir.

Fyrirgjöf og yfirferð

Meginreglan er sú að gefið er eitt stig fyrir hvert prófatriði sem rétt er leyst. Skráning laglínu sem samanstendur af 12 tónbilum gefur því 12 stig, en fjölvalsspurning sem aðeins hefur einn réttan valmöguleika gefur aðeins eitt stig. Vægi einstakra prófhluta er leiðrétt með reikniaðgerð og breytist ekki við þetta. Allar prófúrlausnir verða yfirfarnar af reyndum tónfræðakennurum samkvæmt samræmdum matsreglum sem Prófanefnd tónlistarskóla lætur semja.