A L M E N N T U M Á F A N G A P R Ó F
Samkvæmt skipulagsskrá Prófanefndar tónlistarskóla er nefndinni m.a. ætlað að gefa út yfirlit yfir heildarniðurstöður áfangaprófa í lok hvers skólaárs þar sem fram komi fjöldi og hlutfall nemenda sem þreyttu áfangapróf í hverjum skóla, meðaltöl einstakra skóla og á landsvísu ásamt fjölda nemenda með hverja einkunn. Ætlunin er að birta þessar upplýsingar hér á síðunni ásamt öðrum tölfræðilegum upplýsingum sem taldar eru hafa þýðingu fyrir starfsemi nefndarinnar.