K L A S S Í S K T Ó N L I S T
Rannsóknir hafa sýnt að vel útfærðar viðmiðanir eru lykilatriði til að auka áreiðanleika og samræmi í mati á tónlistarflutningi. Prófanefnd hefur sett saman eftirfarandi viðmiðanir fyrir einkunnagjöf á áfangaprófum í hljóðfæraleik og einsöng sem prófdómurum á vegum nefndarinnar er ætlað að nota við mat á frammistöðu nemenda. Til að ná einkunn í tilteknum viðmiðunarflokki þurfa flest atriði sem þar koma fram, þó ekki nauðsynlega öll, að eiga við um frammistöðu nemandans.
Viðmiðanirnar munu verða endurskoðaðar eftir því sem þörf þykir. Viðmiðanir fyrir einkunnagjöf á grunnprófum og miðprófum voru síðast endurskoðaðar í mars 2009.