K L A S S Í S K T Ó N L I S T
Samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla eru prófþættir á hljóðfæraprófum skilgreindir fyrir hvert hljóðfæri svo og vægi þeirra. Á áfangaprófi er frammistaða nemanda í sérhverjum prófþætti metin til eininga allt að tilgreindu hámarki. Samanlagður einingafjöldi allra prófþátta á hverju prófi er 100 einingar og er gefið í heilum einingum. Jafnframt fær nemandi umsögn í orðum um hvern prófþátt.
Í flestum greinum leikur nemandi þrjú verk og eina æfingu. Aðrir prófþættir eru tónstigar og hljómar, val og óundirbúinn nótnalestur auk þess sem gefið er fyrir heildarsvip prófsins.
Hér á eftir fara stuttar skýringar á sameiginlegum prófþáttum á áfangaprófum:
Tónverk og æfingar
Velja skal verkefni á áfangaprófum með hliðsjón af viðeigandi greinanámskrá. Gæta skal þess að verkefnaval sé fjölbreytt og að nemendur leiki verk frá mismunandi tímabilum.
Hljóðfæranemendur þurfa samkvæmt aðalnámskrá að leika að minnsta kosti eitt tónverk eða æfingu utanbókar en söngnemendur þurfa að flytja alla efnisskrá prófsins utanbókar.
Tónstigar og hljómar
Í greinanámskrám er að finna ákvæði um hvaða tónstiga og hljóma nemendur skulu undirbúa fyrir hvert áfangapróf. Enn fremur eru í greinanámskrám fyrirmæli um tónsvið, hraða og annan leikmáta. Á prófi velur prófdómari hvaða tónstigar og hljómar eru leiknir.
Prófkröfur varðandi leik tónstiga og hljóma eru ekki eins í öllum hljóðfæraflokkum, enda eðli og hefðir hljóðfæranna ólíkar:
Útdrættir úr hljómsveitarverkum
Geri greinanámskrá ráð fyrir að nemendur þjálfist í leik útdrátta úr hljómsveitarverkum skal prófa sérstaklega í þeim námsþætti á framhaldsprófi. Um er að ræða útdrætti úr hljómsveitarverkum þar sem viðkomandi hljóðfæri gegnir veigamiklu hlutverki. Undirbúa skal a.m.k. staði úr þremur tónverkum. Prófdómari velur hvað leikið er á prófinu.
Val - grunnpróf
Á grunnprófi er nemanda gefinn kostur á að velja eitt eftirtalinna viðfangsefna:
Val - miðpróf
Á miðprófi er nemanda gefinn kostur á að velja eitt eftirtalinna viðfangsefna:
Val - framhaldspróf
Á framhaldsprófi er nemanda gefinn kostur á að velja á eitt eftirtalinna viðfangsefna:
Óundirbúinn nótnalestur
Á áfangaprófi fær nemandi eina mínútu til að líta yfir lestrardæmið í hljóði og skal síðan flytja verkefnið einu sinni. Geri greinanámskrá viðkomandi hljóðfæris ráð fyrir tónflutningi á viðkomandi áfangaprófi skal hann prófaður undir þessum lið og gildir þá helming af vægi prófþáttarins (5 einingar af 10). Ef tónflutningur er prófaður fær nemandi sérstakt tónflutningsdæmi sem leika skal einu sinni eftir einnar mínútu undirbúningstíma í hljóði. Prófverkefni í óundirbúnum nótnalestri skulu vera stutt og í samræmi við markmið í viðeigandi greinanámskrám.
Heildarsvipur
Á áfangaprófum er gefin sérstök einkunn fyrir framkomu, listræna túlkun, öryggi og yfirbragð prófsins.