K L A S S Í S K   T Ó N L I S T

Prófþættir í klassískri tónlist

Althorn

Grunnpróf

Á grunnprófi í althornleik skal nemendi leika þrjú verk og eina æfingu. Aðrir prófþættir eru tónstigar og brotnir hljómar, val og óundirbúinn nótnalestur, auk þess sem gefið er fyrir heildarsvip prófsins.

Miða skal við að heildarpróftími á grunnprófi í althornleik fari ekki fram yfir 30 mínútur. Á prófinu skal nemandi að minnsta kosti flytja eitt verk utanbókar samkvæmt prófþætti 1 eða æfingu samkvæmt prófþætti 2.

Prófþættir eru þessir:

  • Þrjú ólík verk (15 einingar hvert) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
  • Æfing (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
  • Tónstigar og hljómar (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
  • Val (10 einingar). Nemandi velji eitt eftirtalinna viðfangsefna:
    1. Spinni einradda út frá gefnu upphafi, hljómferli eða lagi, með eða án undirleiks.
    2. Leiki frumsamið verk eða eigin útsetningu.
    3. Leiki stutt alþýðulag eða þjóðlag sem lært hefur verið eftir eyra.
  • Óundirbúinn nótnalestur (10 einingar).
    Sjá upplýsingar um prófkröfur í óundirbúnum nótnalestri (pdf-skjal) í althornleik.
  • Heildarsvipur (5 einingar).
   Dæmi um prófverkefni á grunnprófi

Í námskrá eru gefin eftirfarandi dæmi um prófverkefni á grunnprófi. Dæmunum er ætlað að skilgreina þyngdarstig prófsins. Fullt eins má velja önnur verkefni af sambærilegri þyngd.

Dæmi um tónverk

  • E. Gregson: Folk Song – Úr: Gregson/Ridgeon: Nine Miniatures
  • L. Pearson: British Grenadiers – Úr: Wallace/Pearson: Going Solo
  • G. Woolfenden: Lonely Steppes – Úr: Up Front – Album for Es-horn, 2. hefti
  • J. Hook: Sweet Lass of Richmond Hill – Úr: Siebert: The Young Soloist
  • R. Ramskill: Hot Pursuit – Úr: Jazzed up too
  • F. Schubert: The Trout – Úr: Wallace/Pearson: Going Solo

Dæmi um æfingar

  • Æfing nr. 13 – Úr: Endresen: Supplementary Studies
  • Æfing nr. 13 – Úr: Hering: 40 Progressive Etudes for Trumpet
Miðpróf

Á miðprófi í althornleik skal nemendi leika þrjú verk og eina æfingu. Aðrir prófþættir eru tónstigar og brotnir hljómar, val og óundirbúinn nótnalestur, auk þess sem gefið er fyrir heildarsvip prófsins.

Miða skal við að heildarpróftími á miðprófi í althornleik fari ekki fram yfir 45 mínútur. Á prófinu skal nemandi að minnsta kosti flytja eitt verk utanbókar samkvæmt prófþætti 1 eða æfingu samkvæmt prófþætti 2.

Prófþættir eru þessir:

  • Þrjú ólík verk (15 einingar hvert) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
  • Æfing (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
  • Tónstigar og hljómar (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
  • Val (10 einingar). Nemandi velji eitt eftirtalinna viðfangsefna:
    1. Leiki verk að eigin vali af sambærilegri þyngd og önnur miðprófsverkefni.
    2. Spinni einradda út frá gefnu upphafi, hljómferli eða lagi með eða án undirleiks.
    3. Leiki frumsamið verk eða eigin útsetningu.
  • Óundirbúinn nótnalestur og tónflutningur (10 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
    Sjá upplýsingar um prófkröfur í óundirbúnum nótnalestri (pdf-skjal) í althornleik.
  • Heildarsvipur (5 einingar).
   Dæmi um prófverkefni á miðprófi

Í námskrá eru gefin eftirfarandi dæmi um prófverkefni á miðprófi. Dæmunum er ætlað að skilgreina þyngdarstig prófsins. Fullt eins má velja önnur verkefni af sambærilegri þyngd.

Dæmi um tónverk

  • M. Ball: Chase – Úr: Ball/Carr/Parker: Top Line
  • G. Donizetti: O Mio Fernando – Úr: Boosey’s Tenor Horn Album
  • G. L. Watt: Rómansa í Es-dúr – Úr: Boosey’s Tenor Horn Album
  • P. Lawrance: Aría fyrir Es-horn – Úr: In Concert
  • R. Ramskill: In the Fast Lane – Úr: Jazzed up too
  • P. Lawrance: Elegy – Úr: In Concert

Dæmi um æfingar

  • Æfing nr. 32 – Úr: Endresen: Supplementary Studies
  • Æfing nr. 36 – Úr: Hering: 40 Progressive Etudes for Trumpet
Framhaldspróf

Í aðalnámskrá tónlistarskóla er ekki gert fyrir að nemendur þreyti framhaldspróf í althornleik.