U M P T
Prófanefnd tónlistarskóla var sett á fót að frumkvæði Sambands tónlistarskólastjóra, Félags tónlistarskólakennara og Félags íslenskra hljómlistarmanna að höfðu samráði við menntamálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga.
Hlutverk Prófanefndar tónlistarskóla er að annast samræmt og hlutlaust mat á áfangaprófum í tónlistarskólum samkvæmt þeim kröfum sem gerðar eru í aðalnámskrá tónlistarskóla. Megintilgangur samræmds prófakerfis að tryggja sem kostur er að sambærileg þekking og færni búi að baki prófi, án tillits til þess hvaða skóla, kennara eða prófdómara um er að ræða. Reglur námskrárinnar miða einnig að því að treysta hlutverk prófdómara í prófdæmingunni.
Nánar tiltekið eru helstu verkefni Prófanefndar eftirfarandi: