T Ó N F R Æ Ð A P R Ó F
Við lok miðnáms skulu nemendur skila valverkefni sem metið er sem hluti miðprófs (20%). Verkefninu má skila munnlega, skriflega, í hljóðriti eða á vefsíðu. Heimilt er að verkefnið sé unnið í hópvinnu en þó skulu ekki vera fleiri en þrír nemendur um hvert verkefni. Verkefnið skal meta með umsögn og einkunn. Markmið valverkefnis er að nýta og dýpka þekkingu nemenda í ákveðnum þáttum námsins, auk þess að stuðla að frumkvæði og sjálfstæðum vinnubrögðum.
Verkefni geta verið með ýmsum hætti, svo sem tónsmíðaverkefni, stutt ritgerð, veggspjald, vefsíða eða frásögn tengd tónlistarsögu, hlustun eða upplifun. Tónsmíð getur verið í formi flutnings eða upptöku eða rituð. Viðfangsefni í tónlistarsögu og greiningu geta verið skrifleg eða munnleg verkefni um ákveðna tónlistarstefnu, stíl, tónskáld, tónverk eða hljóðfæri. Verkefni geta tekið til dægurtónlistar, djasstónlistar, klassískrar tónlistar eða heimstónlistar.
Viðfangsefni í tónlistarsögu og greiningu geta verið skrifleg eða munnleg verkefni um ákveðna tónlistarstefnu, stíl, tónskáld, tónverk eða hljóðfæri. Verkefni geta tekið til dægurtónlistar, djasstónlistar, klassískrar tónlistar eða heimstónlistar.
Í aðalnámskrá tónlistarskóla eru ekki ákvæði um lengd eða umfang valverkefna á miðprófi að öðru leyti en því að þau skuli miða við aldur og þroska nemenda. Prófanefnd telur hæfilegt að skrifleg valverkefni séu 2–3 bls. að lengd (í línubili 1,5) og að munnleg kynning taki u.þ.b. 3–5 mínútur í flutningi. Umfang annars konar valverkefna má að einhverju leyti miða við framanritað en gera má ráð fyrir að flutningur frumsamins tónverks taki að jafnaði skemmri tíma en munnlegur fyrirlestur.
Eftirfarandi viðmiðanir eru hugsaðar til stuðnings við mat á valverkefnum nemenda við lok miðnáms. Hafa ber þó í huga að valverkefni geta verið fjölbreytt og þess því ekki að vænta að viðmiðanirnar eigi við í öllum tilvikum.
|
||
|
18/19/20 | |
|
||
|
15/16/17 | |
|
||
|
12/13/14 | |
|
||
|
8/9/10 | |
|
||
|
4/5/6 | |
|
||
|
0 | |
|
||