K L A S S Í S K   T Ó N L I S T

Prófþættir í klassískri tónlist

Harpa

Grunnpróf

Á grunnprófi í hörpuleik skal nemendi leika þrjú verk og eina æfingu. Aðrir prófþættir eru tónstigar og hljómar, val og óundirbúinn nótnalestur, auk þess sem gefið er fyrir heildarsvip prófsins.

Miða skal við að heildarpróftími á grunnprófi í hörpuleik fari ekki fram yfir 30 mínútur. Á prófinu skal nemandi að minnsta kosti flytja eitt verk utanbókar samkvæmt prófþætti 1 eða æfingu samkvæmt prófþætti 2.

Prófþættir eru þessir:

  • Þrjú ólík verk (15 einingar hvert) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
  • Æfing (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
  • Tónstigar og hljómar (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
  • Val (10 einingar). Nemandi velji eitt eftirtalinna viðfangsefna:
    1. Spinni einradda út frá gefnu upphafi, hljómferli eða lagi, með eða án undirleiks.
    2. Leiki frumsamið verk eða eigin útsetningu.
    3. Hljómsetji stutta laglínu óundirbúið.
    4. Leiki stutt alþýðulag eða þjóðlag sem lært hefur verið eftir eyra.
  • Óundirbúinn nótnalestur (10 einingar).
  • Heildarsvipur (5 einingar).
   Dæmi um prófverkefni á grunnprófi

Í námskrá eru gefin eftirfarandi dæmi um prófverkefni á grunnprófi. Dæmunum er ætlað að skilgreina þyngdarstig prófsins. Fullt eins má velja önnur verkefni af sambærilegri þyngd.

Dæmi um tónverk

  • A. V. Campen: Variations on a Welsh Carol (sleppa 7. og 8. tilbrigði) – Úr: Classical Tunes for the Irish Harp
  • J. François: Blues Trevelez – Úr: Trois Petites Pièces
  • M. Grandjany: Bonjour, Monsieur Rameau – Úr: Little Harp Book
  • H. Renié: Grand’mère raconte une histoire
  • C. Salzedo: Hurdy Gurdy – Úr: Sketches for Harpist Beginners
  • G. Ph. Telemann: Napolitaine – Úr: Campen: Classical Tunes for the Irish Harp

Dæmi um æfingar

  • Æfing nr. 1 – Úr: Bochsa: 40 Études faciles op. 318, 1. hefti
  • E. Pozzoli: Grado: nr. 11 – Úr: Piccoli Studi facili e progressivi (úr Grossi: Metodo per arpa I)
Miðpróf

Á miðprófi í hörpuleik skal nemendi leika þrjú verk og eina æfingu. Aðrir prófþættir eru tónstigar og hljómar, val og óundirbúinn nótnalestur, auk þess sem gefið er fyrir heildarsvip prófsins.

Miða skal við að heildarpróftími á miðprófi í hörpuleik fari ekki fram yfir 45 mínútur. Á prófinu skal nemandi að minnsta kosti flytja eitt verk utanbókar samkvæmt prófþætti 1 eða æfingu samkvæmt prófþætti 2.

Prófþættir eru þessir:

  • Þrjú ólík verk (15 einingar hvert) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
  • Æfing (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
  • Tónstigar og hljómar (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
  • Val (10 einingar). Nemandi velji eitt eftirtalinna viðfangsefna:
    1. Leiki verk að eigin vali af sambærilegri þyngd og önnur miðprófsverkefni.
    2. Spinni einradda út frá gefnu upphafi, hljómferli eða lagi með eða án undirleiks.
    3. Leiki frumsamið verk eða eigin útsetningu.
    4. Hljómsetji stutta laglínu óundirbúið.
  • Óundirbúinn nótnalestur (10 einingar).
  • Heildarsvipur (5 einingar).
   Dæmi um prófverkefni á miðprófi

Í námskrá eru gefin eftirfarandi dæmi um prófverkefni á miðprófi. Dæmunum er ætlað að skilgreina þyngdarstig prófsins. Fullt eins má velja önnur verkefni af sambærilegri þyngd.

Dæmi um tónverk

  • M. Grandjany: Le bon petit roi d’Yvetôt – Úr: Deux chansons populaires françaises
  • F. J. Naderman: Sónata II, 2. kafli Allegretto (toccata)
  • S. Natra: Dance (Morocco) nr. 4 – Úr: Book of Hebrew Songs
  • M. Tournier: Prélude 1 – Úr: Quatre Préludes
  • C. Salzedo: Nr. II – Úr: Préludes Intimes
  • J. L. Dusík: Sónatína 1. eða 2. kafli – Úr: Six Sonatines

Dæmi um æfingar

  • Æfing nr. 11 – Úr: Pozzoli: Studi di Media Difficoltà
  • Æfing nr. 6 – Úr: Bochsa: Quarante Études faciles op. 318
Framhaldspróf

Á framhaldsprófi í hörpuleik skal nemandi leika þrjú verk, eina æfingu og útdrætti úr hljómsveitarverkum. Aðrir prófþættir eru tónstigar og hljómar, val og óundirbúinn nótnalestur, auk þess sem gefið er fyrir heildarsvip prófsins.

Miða skal við að heildarpróftími á framhaldsprófi í hörpuleik fari ekki fram yfir 60 mínútur. Á prófinu skal nemandi að minnsta kosti flytja eitt verk utanbókar samkvæmt prófþætti 1 eða æfingu samkvæmt prófþætti 2.

Prófþættir eru þessir:

  • Þrjú ólík verk (12 einingar hvert) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
  • Æfing (12 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
  • Útdrættir úr hljómsveitarverkum (12 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
  • Tónstigar og hljómar (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
  • Val (10 einingar). Nemandi velji eitt eftirtalinna viðfangsefna:
    1. Leiki verk að eigin vali af sambærilegri þyngd og önnur framhaldsprófsverkefni.
    2. Leiki samleiksverk þar sem hann gegnir veigamiklu hlutverki.
  • Óundirbúinn nótnalestur (10 einingar).
  • Heildarsvipur (5 einingar).
   Dæmi um prófverkefni á framhaldsprófi

Í námskrá eru gefin eftirfarandi dæmi um prófverkefni á framhaldsprófi. Dæmunum er ætlað að skilgreina þyngdarstig prófsins. Fullt eins má velja önnur verkefni af sambærilegri þyngd.

Dæmi um tónverk

  • L. van Beethoven: Varationen über ein Schweizer Lied
  • F. J. Naderman: Sónata V, 1. kafli
  • S. Natra: Sonatine
  • Mist Þorkelsdóttir: Tónstafir D, F og G
  • D. Watkins: Nocturne – Úr: Petite Suite
  • G. F. Händel: Tema con variazioni

Dæmi um æfingar

  • Æfing nr. 1 – Úr: Bochsa: Cinquante Études op. 34, 1. hefti
  • Etýða nr. 1 – Úr: Larivière: Exercises et études op. 9

Dæmi um útdrætti úr hljómsveitarverkum

  • J. Brahms: Ein Deutsches Requiem op. 45
  • C. Franck: Sinfónía í d-moll
  • G. Bizet: Carmen
  • M. Moussorgsky / M. Ravel: Myndir á sýningu
  • G. Verdi: Troubadour
  • G. Puccini: La Bohème
Tónleikar

Að loknu framhaldsprófi í hörpuleik skal nemandi leika 30-60 mínútna langa efnisskrá á tónleikum innan eða utan skólans. Fyrir frammistöðu á tónleikunum er gefin umsögn en ekki einkunn. Ekki er nauðsynlegt að halda tónleikana á sama skólaári og hljóðfæraprófið fer fram. Séu prófið og tónleikarnir haldnir á sama skólaári er heimilt að nota alla efnisskrá prófsins á tónleikunum. Fari tónleikar fram síðar skal að minnsta kosti helmingur efnisskrárinnar endurnýjaður. Gæta þarf þess að efnisskrá sé fjölbreytt og vel saman sett.