K L A S S Í S K   T Ó N L I S T

Prófþættir í klassískri tónlist

Selló

Grunnpróf

Á grunnprófi í sellóleik skal nemendi leika þrjú verk og eina æfingu. Aðrir prófþættir eru tónstigar og brotnir hljómar, val og óundirbúinn nótnalestur, auk þess sem gefið er fyrir heildarsvip prófsins.

Miða skal við að heildarpróftími á grunnprófi í sellóleik fari ekki fram yfir 30 mínútur. Á prófinu skal nemandi að minnsta kosti flytja eitt verk utanbókar samkvæmt prófþætti 1 eða æfingu samkvæmt prófþætti 2.

Prófþættir eru þessir:

  • Þrjú ólík verk (15 einingar hvert) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
  • Æfing (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
  • Tónstigar og hljómar (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
  • Val (10 einingar). Nemandi velji eitt eftirtalinna viðfangsefna:
    1. Spinni einradda út frá gefnu upphafi, hljómferli eða lagi, með eða án undirleiks.
    2. Leiki frumsamið verk eða eigin útsetningu.
    3. Leiki stutt alþýðulag eða þjóðlag sem lært hefur verið eftir eyra.
  • Óundirbúinn nótnalestur (10 einingar).
    Sjá upplýsingar um prófkröfur í óundirbúnum nótnalestri (pdf-skjal) í sellóleik.
  • Heildarsvipur (5 einingar).
   Dæmi um prófverkefni á grunnprófi

Í námskrá eru gefin eftirfarandi dæmi um prófverkefni á grunnprófi. Dæmunum er ætlað að skilgreina þyngdarstig prófsins. Fullt eins má velja önnur verkefni af sambærilegri þyngd.

Dæmi um tónverk

  • L. Boccherini: Menúett – Úr: Suzuki Cello School, 3. hefti, nr. 3
  • J. B. Bréval: Sónata í C-dúr, 1. kafli
  • Hafliði Hallgrímsson: Austan kaldinn – Úr: 7 íslensk þjóðlög
  • P. Hindemith: Drei Leichte Stücke, nr. 1
  • G. Marie: La Cinquantaine – Úr: Deri: Solos for the Cello Player, nr. 4, eða: Suzuki Cello School, 3. hefti, nr. 9
  • F. Mendelssohn Bartoldy: Á vængjum söngsins – Úr: Everybody’s Favorite Cello Solos

Dæmi um æfingar

  • Kummer: Æfing nr. 26 – Úr: Piatti: Violoncello Method, 2. hefti
  • D. Popper: Æfing nr. 5 – Úr: 15 Easy Studies Preparatory to op. 76 & 73 [sama æfing er nr. 26 í Stutschewski: Neue Etüdensammlung, 1. hefti]
Miðpróf

Á miðprófi í sellóleik skal nemendi leika þrjú verk og eina æfingu. Aðrir prófþættir eru tónstigar og brotnir hljómar, val og óundirbúinn nótnalestur, auk þess sem gefið er fyrir heildarsvip prófsins.

Miða skal við að heildarpróftími á miðprófi í sellóleik fari ekki fram yfir 45 mínútur. Á prófinu skal nemandi að minnsta kosti flytja eitt verk utanbókar samkvæmt prófþætti 1 eða æfingu samkvæmt prófþætti 2.

Prófþættir eru þessir:

  • Þrjú ólík verk (15 einingar hvert) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
  • Æfing (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
  • Tónstigar og hljómar (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
  • Val (10 einingar). Nemandi velji eitt eftirtalinna viðfangsefna:
    1. Leiki verk að eigin vali af sambærilegri þyngd og önnur miðprófsverkefni.
    2. Spinni einradda út frá gefnu upphafi, hljómferli eða lagi með eða án undirleiks.
    3. Leiki frumsamið verk eða eigin útsetningu.
  • Óundirbúinn nótnalestur (10 einingar).
    Sjá upplýsingar um prófkröfur í óundirbúnum nótnalestri (pdf-skjal) í sellóleik.
  • Heildarsvipur (5 einingar).
   Dæmi um prófverkefni á miðprófi

Í námskrá eru gefin eftirfarandi dæmi um prófverkefni á miðprófi. Dæmunum er ætlað að skilgreina þyngdarstig prófsins. Fullt eins má velja önnur verkefni af sambærilegri þyngd.

Dæmi um tónverk

  • J. S. Bach: Prelúdía úr einleikssvítu nr. 1 í G-dúr
  • Hafliði Hallgrímsson: Kindur jarma í kofunum – Úr: 6 íslensk þjóðlög útsett fyrir selló og píanó
  • J. Klengel: Konsertínó í C-dúr, op. 7, 1. þáttur
  • C. Saint-Saëns: Svanurinn – t.d. úr: Deri (útg.): Solos for the Cello Player eða Everybody’s Favorite Cello Solos
  • Squire: Tarantella
  • A. Vivaldi: 1. og 2. þáttur úr sónötu nr. 5 í e-moll

Dæmi um æfingar

  • Etýða nr. 4 – Úr: Duport: Æfingar
  • Æfing nr. 9 – Úr: Kummer: 10 Melodische Etüden op. 57
Framhaldspróf

Á framhaldsprófi í sellóleik skal nemandi leika þrjú verk, eina æfingu og útdrætti úr hljómsveitarverkum. Aðrir prófþættir eru tónstigar og brotnir hljómar, val og óundirbúinn nótnalestur, auk þess sem gefið er fyrir heildarsvip prófsins.

Miða skal við að heildarpróftími á framhaldsprófi í sellóleik fari ekki fram yfir 60 mínútur. Á prófinu skal nemandi að minnsta kosti flytja eitt verk utanbókar samkvæmt prófþætti 1 eða æfingu samkvæmt prófþætti 2.

Prófþættir eru þessir:

  • Þrjú ólík verk (12 einingar hvert) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
  • Æfing (12 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
  • Útdrættir úr hljómsveitarverkum (12 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
  • Tónstigar og hljómar (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.
  • Val (10 einingar). Nemandi velji eitt eftirtalinna viðfangsefna:
    1. Leiki verk að eigin vali af sambærilegri þyngd og önnur framhaldsprófsverkefni.
    2. Leiki samleiksverk þar sem hann gegnir veigamiklu hlutverki.
  • Óundirbúinn nótnalestur (10 einingar).
    Sjá upplýsingar um prófkröfur í óundirbúnum nótnalestri (pdf-skjal) í sellóleik.
  • Heildarsvipur (5 einingar).
   Dæmi um prófverkefni á framhaldsprófi

Í námskrá eru gefin eftirfarandi dæmi um prófverkefni á framhaldsprófi. Dæmunum er ætlað að skilgreina þyngdarstig prófsins. Fullt eins má velja önnur verkefni af sambærilegri þyngd.

Dæmi um tónverk

  • J. S. Bach: Sarabande og Gigue úr einleikssvítu nr. 2 í d-moll
  • L. van Beethoven: 1. og 2. þáttur úr sónötu op. 5, nr. 2 í g-moll
  • J. Haydn: 1. þáttur úr konsert í C-dúr
  • Jórunn Viðar: Tilbrigði um íslenskt þjóðlag
  • C. Saint-Saëns: 1. þáttur úr konsert í a-moll op. 33
  • R. Schumann: 3. þáttur úr Fantasiestücke op. 73

Dæmi um útdrætti úr hljómsveitarverkum

  • J. S. Bach: Brandenborgarkonsert nr. 3 í G-dúr
  • L. van Beethoven: Sinfónía nr. 5
  • J. Brahms: Sinfónía nr. 2
  • J. Haydn: „Surprise“ sinfónían
  • F. Mendelssohn: Fingalshellir
  • J. Sibelius: Sinfónía nr. 2

Ofangreind dæmi er að finna í: Rose/Stutch: Orchestral Excerpts from the Symphonic Repertoire, 1.-3. hefti

Dæmi um æfingar

  • D. Popper: Æfing nr. 5 – Úr: High School of Cello Playing
  • Duport: Etýða nr. 6 í G-dúr – Úr: 21 Etüden
Tónleikar

Að loknu framhaldsprófi í sellóleik skal nemandi leika 30-60 mínútna langa efnisskrá á tónleikum innan eða utan skólans. Fyrir frammistöðu á tónleikunum er gefin umsögn en ekki einkunn. Ekki er nauðsynlegt að halda tónleikana á sama skólaári og hljóðfæraprófið fer fram. Séu prófið og tónleikarnir haldnir á sama skólaári er heimilt að nota alla efnisskrá prófsins á tónleikunum. Fari tónleikar fram síðar skal að minnsta kosti helmingur efnisskrárinnar endurnýjaður. Gæta þarf þess að efnisskrá sé fjölbreytt og vel saman sett.