K L A S S Í S K T Ó N L I S T
Fyrir próf skal nemandi undirbúa þrjú söngverk. Auk þess skal hann leggja fram lista með fimm söngverkum og velur prófdómari eitt þeirra til flutnings. Alls eru því undirbúin átta prófverkefni. Skulu þau öll vera í samræmi við kröfur námskrárinnar og á ekki færri en tveimur tungumálum að íslensku meðtalinni.
Miða skal við að heildarpróftími á grunnprófi í einsöng fari ekki fram yfir 30 mínútur. Á prófinu skal nemandi flytja öll verk utanbókar. Gæta skal þess að verkefnaval sé fjölbreytt og að efnisskráin endurspegli mismunandi stíltegundir og tónlist frá ólíkum tímabilum. Tónverk á íslensku, þýsku, ensku, ítölsku, dönsku, norsku eða sænsku skal syngja á frummáli en í öðrum tilvikum eru þýðingar leyfðar.
Prófþættir eru þessir:
Til skýringar:
Á grunnprófi er miðað við að nemendur
flytji söngæfingar á eftirfarandi tónsviði:
Há rödd: c' - g'' / c - g'
Lág rödd: as - es'' / As - es'
Athugið að æfingarnar "Tónmyndun og sérhljóðar" og "Inntónun og legato" liggja mun hærra en aðrar skylduæfingar og ekki er gert ráð fyrir að nemendur flytji þær við efri mörk framangreindra raddsviða. Miðað er við að nemendur flytji hverja söngæfingu í nokkrum misháum tóntegundum.
Fyrir próf skal nemandi undirbúa þrjú söngverk. Auk þess skal hann leggja fram lista með sjö söngverkum og velur prófdómari tvö þeirra til flutnings. Alls eru því undirbúin tíu prófverkefni. Skulu þau öll vera í samræmi við kröfur námskrárinnar og á eigi færri en þremur tungumálum að íslensku meðtalinni.
Miða skal við að heildarpróftími á miðprófi í söng fari ekki fram yfir 45 mínútur. Gæta skal þess að verkefnaval sé fjölbreytt og að efnisskráin endurspegli mismunandi stíltegundir og tónlist frá ólíkum tímabilum. Á prófinu skal nemandi flytja öll verk utanbókar. Tónverk á íslensku, þýsku, ensku, ítölsku, norðurlandamálum, frönsku og spænsku skal syngja á frummáli, annars eru þýðingar leyfðar.
Prófþættir eru þessir:
Fyrir próf skal nemandi undirbúa þrjú söngverk. Auk þess skal hann leggja fram lista með sjö söngverkum og velur prófdómari tvö þeirra til flutnings. Alls eru því undirbúin tíu prófverkefni. Skulu þau öll vera í samræmi við kröfur námskrárinnar og á eigi færri en fjórum tungumálum að íslensku meðtalinni.
Miða skal við að heildarpróftími á framhaldsprófi í einsöng fari ekki fram yfir 60 mínútur. Gæta skal þess að verkefnaval sé fjölbreytt og að efnisskráin endurspegli mismunandi stíltegundir og tónlist frá ólíkum tímabilum. Á prófinu skal nemandi flytja öll verk utanbókar nema um sé að ræða aríu úr óratoríu eða kantötu og nútímatónlist. Tónverk á íslensku, þýsku, ensku, ítölsku, norðurlandamálum, frönsku og spænsku skal syngja á frummáli, annars eru þýðingar leyfðar.
Prófþættir eru þessir:
Að loknu framhaldsprófi í einsöng skal nemandi flytja 30-60 mínútna langa efnisskrá á tónleikum innan eða utan skólans. Fyrir frammistöðu á tónleikunum er gefin umsögn en ekki einkunn. Ekki er nauðsynlegt að halda tónleikana á sama skólaári og söngprófið fer fram. Séu prófið og tónleikarnir haldnir á sama skólaári er heimilt að nota alla efnisskrá prófsins á tónleikunum. Fari tónleikar fram síðar skal að minnsta kosti helmingur efnisskrárinnar endurnýjaður. Gæta þarf þess að efnisskrá sé fjölbreytt og vel saman sett.