R Y T M Í S K   T Ó N L I S T
  
                   Prófþættir í rytmískri tónlist 
                    Trommusett
                    Grunnpróf
                  Á grunnprófi á trommusett skal nemandi leika tvö ólík
                  aðalverk, tvö af fjórum undirbúnum taktbrigðum og eina
                  æfingu. Æfingin skal flutt á sneriltrommu. Aðrir
                  prófþættir eru tækniæfingar, val og óundirbúinn
                  nótnalestur, auk þess sem gefið er fyrir heildarsvip
                  prófsins.
                  Miða skal við að heildarpróftími á grunnprófi á
                  trommusett fari ekki fram yfir 40 mínútur. Á prófinu skal
                  nemandi flytja að minnsta kosti eitt verk utanbókar
                  samkvæmt prófþætti 1a. Auk þess skal nemandi sýna dæmi
                  um spuna í að minnsta kosti öðru verkinu samkvæmt sama
                  prófþætti. Taktbrigði og undirstöðuæfingar samkvæmt
                  prófþáttum 1b og 3a skulu fluttar utanbókar en nemandi má
                  hafa gefinn rytma útskrifaðan í prófþáttum 3b og 3c.
                  Önnur prófverkefni má leika eftir nótum.
                   Aðallög skulu flutt með undirleik. Á 
                  grunnprófi er heimilt að notast við undirleik 
                  kennara eða hljóðritaðan undirleik.
                  Prófþættir eru þessir:
                  
                    - Verk  (45 einingar alls) í samræmi
                      við kröfur greinanámskrár.
                      
                        - Tvö ólík aðallög (15 einingar hvort).
- Taktbrigðalisti. Tvö verkefni af lista fjögurra
                          taktbrigða - valin af prófdómara (15 einingar).
 
- Æfing á sneriltrommu (15 einingar) í samræmi við kröfur
                      greinanámskrár.
- Tækniæfingar  (15 einingar) í samræmi
                      við kröfur greinanámskrár. (Prófdómari velur þær
                      undirstöðuæfingar sem skulu fluttar og einnig frá
                      hvorri hendi undirstöðu- og handsetningaræfingar eru
                      leiknar.)
                      
                        - Undirstöðuæfingar samkvæmt námskrá (5
                          einingar).
- Handsetningaræfingar. Önnur af tveimur æfingum,
                          frá hægri eða vinstri hendi - valin af prófdómara
                          (5 einingar).
- Samhæfingaræfingar. Önnur af tveimur æfingum -
                          valin af prófdómara (5 einingar).
 
- Val (10 einingar). Nemandi velji annað eftirtalinna viðfangsefna:
                      
                        - Leiki frumsamið verk eða eigin útsetningu.
- Leiki verk samkvæmt klassískri námskrá af
                          sambærilegri þyngd og önnur prófverkefni.
 
- Óundirbúinn nótnalestur (10 einingar).
                      
                        - Viðfangsefni á sneriltrommu (5 einingar).
- Viðfangsefni á trommusett (5 einingar).
 
- Heildarsvipur (5 einingar).
Miðpróf
                  Á miðprófi á trommusett skal nemandi leika tvö ólík
                  aðalverk, tvö af 14 undirbúnum taktbrigðum og eina
                  æfingu. Æfingin skal flutt á sneriltrommu. Aðrir
                  prófþættir eru upprit, tækniæfingar, val og óundirbúinn
                  nótnalestur, auk þess sem gefið er fyrir heildarsvip
                  prófsins.
                  Miða skal við að heildarpróftími á miðprófi á
                  trommusett fari ekki fram yfir 50 mínútur. Á prófinu skal
                  nemandi flytja að minnsta kosti eitt verk utanbókar
                  samkvæmt prófþætti 1a. Auk þess skal nemandi sýna dæmi
                  um spuna í að minnsta kosti einu verki samkvæmt sama
                  prófþætti. Taktbrigði og undirstöðuæfingar samkvæmt
                  prófþáttum 1b og 4a skulu flutt utanbókar en nemandi má
                  hafa gefinn rytma útskrifaðan í prófþáttum 4b og 4c.
                  Prófþættir eru þessir:
                  
                    - Verk  (36 einingar alls) í samræmi við kröfur
                      greinanámskrár.
                      
                        - Tvö ólík aðallög, a.m.k. annað þeirra flutt með hljómsveit (12
                          einingar hvort).
- Taktbrigðalisti. Tvö verkefni af lista 14
                          taktbrigða - valin af próf-dómara (12 einingar).
 
- Upprit (12 einingar) flutt með upprunalegri
                      upptöku. 
- Æfing á sneriltrommu  (12 einingar) í samræmi við kröfur
                      greinanámskrár.
- Tækniæfingar  (15 einingar) í samræmi
                      við kröfur greinanámskrár. (Prófdómari velur þær
                      undirstöðuæfingar sem skulu fluttar og einnig frá
                      hvorri hendi undirstöðu- og handsetningaræfingar eru
                      leiknar.)
                      
                        - Undirstöðuæfingar samkvæmt námskrá (5
                          einingar).
- Handsetningaræfingar. Ein æfing af þremur, frá
                          hægri eða vinstri hendi - valin af prófdómara (5
                          einingar).
- Samhæfingaræfingar. Ein æfing af þremur - valin
                          af prófdómara (5 einingar).
 
- Val  (10 einingar). Nemandi velji eitt
                      eftirtalinna viðfangsefna:
                      
                        - Leiki frumsamið verk eða eigin útsetningu.
- Leiki verk að eigin vali af sambærilegri þyngd og
                          önnur miðprófsverkefni.
- Leiki verk samkvæmt klassískri námskrá af
                          sambærilegri þyngd og önnur prófverkefni.
 
- Óundirbúinn nótnalestur (10 einingar).
                      
                        - Viðfangsefni á sneriltrommu (5 einingar).
- Viðfangsefni á trommusett (5 einingar).
 
- Heildarsvipur (5 einingar).
Framhaldspróf
                  Á framhaldsprófi á trommusett skal nemandi leika tvö
                  ólík aðalverk, tvö af 32 undirbúnum taktbrigðum og eina
                  æfingu. Æfingin skal flutt á sneriltrommu. Aðrir
                  prófþættir eru upprit, tækniæfingar, val og óundirbúinn
                  nótnalestur, auk þess sem gefið er fyrir heildarsvip
                  prófsins.
                  Miða skal við að heildarpróftími á framhaldsprófi á
                  trommusett fari ekki fram yfir 60 mínútur. Á prófinu skal
                  nemandi flytja að minnsta kosti eitt verk utanbókar
                  samkvæmt prófþætti 1a. Auk þess skal nemandi sýna dæmi
                  um spuna í að minnsta kosti einu verki samkvæmt sama
                  prófþætti. Taktbrigði og undirstöðuæfingar samkvæmt
                  prófþáttum 1b og 4a skulu flutt utanbókar en nemandi má
                  hafa gefinn rytma útskrifaðan í prófþáttum 4b og 4c. Á
                  framhaldsprófi skal nemandi hafa meðleikara sér til
                  fulltingis.
                  Prófþættir eru þessir:
                  
                    - Verk  (36 einingar alls) í samræmi við kröfur
                      greinanámskrár.
                      
                        - Tvö ólík aðallög, flutt með hljómsveit (12
                          einingar hvort).
- Taktbrigðalisti. Tvö verkefni af lista 32
                          taktbirgða - valin af próf-dómara (12 einingar).
 
- Upprit (12 einingar) flutt með upprunalegri
                      upptöku.
- Æfing á sneriltrommu (12 einingar) í samræmi við kröfur
                      greinanámskrár.
- Tækniæfingar  (15 einingar) í samræmi
                      við kröfur greinanámskrár. (Prófdómari velur þær
                      undirstöðuæfingar sem skulu fluttar og einnig frá
                      hvorri hendi undirstöðu- og handsetningaræfingar eru
                      leiknar.)
                      
                        - Undirstöðuæfingar samkvæmt námskrá (5
                          einingar).
- Handsetningaræfingar. Ein æfing af fjórum, frá
                          hægri eða vinstri hendi - valin af prófdómara (5
                          einingar).
- Samhæfingaræfingar. Ein æfing af fjórum - valin
                          af prófdómara (5 einingar).
 
- Val  (10 einingar). Nemandi velji eitt
                      eftirtalinna viðfangsefna:
                      
                        - Leiki frumsamið verk eða eigin útsetningu.
- Leiki verk að eigin vali af sambærilegri þyngd og
                          önnur framhaldsprófsverkefni.
- Leiki verk á annað hljóðfæri úr sömu
                          fjölskyldu og aðalhljóðfæri.
 
- Óundirbúinn nótnalestur (10 einingar).
                      
                        - Viðfangsefni á sneriltrommu (5 einingar).
- Viðfangsefni á trommusett (5 einingar).
 
- Heildarsvipur (5 einingar).
Tónleikar
                  Að loknu framhaldsprófi í rytmískri
                  tónlist skal nemandi halda tónleika með u.þ.b. 60
                  mínútna langri efnisskrá. Alla jafna er gert ráð fyrir
                  að tónleikarnir séu samfelldir, án hlés. Efnistök eru
                  frjáls og engar stílrænar takmarkanir eru gerðar um
                  efnisskrá en áhersla lögð á að hún sé sannfærandi og
                  persónuleg, fjölbreytt og krefjandi. Ekki er heldur gerð
                  krafa um tengingu við efnisskrá undangengins framhaldsprófs
                  en heimilt er að nota hana eða hluta hennar á tónleikunum.
                  Þá er heimilt að nota eigin tónsmíðar á tónleikunum,
                  þær geta verið hluti efnisskrár eða hugsanlega getur
                  efnisskrá alfarið byggst á eigin tónsmíðum.
                  Megináherslan er á að nemandi undirbúi og flytji
                  efnisskrá sem er sannfærandi músíkölsk upplifun frá
                  upphafi til enda. Nemandi ber ábyrgð á framsetningu
                  tónlistarinnar, þ.m.t. samsetningu hljómsveitar og
                  frammistöðu meðleikara. Fyrir frammistöðu á tónleikunum
                  er gefin umsögn en ekki einkunn. Ekki er nauðsynlegt að
                  halda tónleikana á sama skólaári og hljóðfæraprófið
                  fer fram.